Verðmætir og sjaldséðir hestar

Ísland er vel þekkt á alþjóðavísu og sífellt fleiri ferðamenn leggja för sína hingað á land á hverju ári. Þessar miklu vinsældir má rekja til margra landfræði,- sögu,- og menningarlegra þátta eins og eldgosa, jökla, fossa, hvera og ekki síst vegna hins einstaka íslenska hests sem er frábrugðinn öðrum hestum á marga vegu. Hann er talsvert minni heldur en aðrir hestar, er afar sterkbyggður og stæltur og er með þykkan vetrarfelld yfir kaldasta tíma ársins. Að öllu þessu viðbættu hefur íslenski hesturinn sérstakan gang sem nefndu er, tölt. Veitir gangurinn knapanum mikil þægindi því þá er hann laus við öfgafullar hreyfingar, upp og niður, og getur þess í stað notið þess að ríða á hestbakinu í lengri tíma en ella.

Á hverju ári eru haldin íslensk hestamót þar sem keppt er í tölti og skeiði og er keppnin því ágætt tæki til þess að draga fram í sviðsljósið bestu hestana. Ljóst er að mikið er í húfi í þessum keppnum enda eru góðir íslenskir hestar gríðarlega verðmætir og eftirsóttir. Fólk víðsvegar um allan heim sækja þessar keppnir og enn aðrir fjárfesta miklum fjármunum til kaupa á hesti sem þeir vilja flytja með sér á sínar heimaslóðir.

Íslenski hesturinn ber með sér svo mikinn þokka að sumum erlendum aðilum sem koma til Íslands og kynnast ákveðnum hesti, tekst ekki að hverfa aftur til síns heima vegna hrifningar og tilfinningabanda sem myndast hafa á milli þeirra og íslenska hestins. Sögur sem þessar heyrast ósjaldan manna á milli á Íslandi og þeir sem þekkja til íslenska hestsins verða ekki hissa.

Verðmætustu íslensku hestarnir eru þeir sem skara framúr á allan hátt, þ.e. þeir sem fá hæstu einkunn fyrir tölt og aðra ganga hestsins og búa yfir líkamlegu heilbrigði og almennum þokka. Þeir hafa hlotið mikla þjálfun og eru þar að auki hreinræktaðir gæðingar, frá kyni til kyns langt aftur í tímann.