Þrjú dýrustu hestakyn heims.

Mörgum finnst ekkert að því að eyða öllum sínum frítíma í hesthúsinu og á baki eða jafnvel bara að dunda sér við að moka. En hvers lags upphæðum er fólk tilbúið að eyða í sinn draumahest? Flestir áhugamenn um hesta stefna að einhverju meira og stærra en hinum hefðbundna reiðtúr. Fólk sækist eftir hraðasta hestinum, fallegustu stóðhestunum eða þeim sem stekkur hæst og er tilbúið til að borga fúlgu fjár fyrir. Hestakynin eru um það bil 250 og eru þau öll jafn ólík og þau eru mörg. Hér förum við yfir þrjá dýrustu hestana sem hægt er að kaupa.

1. Arabískur hestur (3 -100 milljónir)

Arabíski gæðingurinn er ein auðþekkjanlegasta hestategund heims. Þessir hestar eru taldir vera eitt elsta hestakyn sem fyrirfinnst, 4.500 ára gamlar fornleifar sýna að kynið frá fyrri tíð hafi nánast verið alveg eins og hesturinn er í dag. Arabíski hesturinn hefur haft ótal verkefni og hlutverk í gegnum árin og var hann notaður mikið í stríði og er vinsæll keppnishestur. Hann er gjarnan notaður í ræktun til að bæta hraða, snerpu og þoli við aðra hesta sem er ætlað að keppa.

2. Thoroughbred (~10. milljónir)

Þessi mögnuðu dýr eru best þekkt fyrir hlutverk sitt sem keppnishestar þökk sé getu þeirra og hraða, þú finnur ekki kappreiðar án Thoroughbred. Þess má geta að þetta eru einnig hraðskreiðustu hestarnir, en hraðametið á merin Winning Brew sem náði 70,76 km hraða í langhlaupi. Dýrasti hestur sem hefur selst var einnig af þessari tegund, keppnishesturinn Fusaichi Pegasus og fór hann á 7,690,624,000. kr eða 70 milljónir dollara.

3. Quarter hestur (250.000 – 850.000)

Vinsælasti hestur Bandaríkjanna í dag er Quarter hesturinn. Þessi tegund er þekkt fyrir þáttöku sína í ródeóum og sem keppnishestar. Þeir eru allra hraðastir yfir stuttar vegalengdir og hafa mælst á 88.5 km hraða. Þetta er einnig tilvalið kyn í smölun vegna hæfileika þeirra í að breyta áttum, snarhemla og gefa í innan nokkra sekúnda. Þeir eru auðtemjanlegir og dýrmættir fjölskylduhestar.