Saga hrossaræktar á Íslandi

Íslenski hesturinn kom til landsins með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum síðan. Upprunastofninn hefur líklega verið eitthvað blandaður en á mikla uppistöðu frá vesturhluta Noregs. Stofninn hefur varðveist í landinu án teljandi erfðainnblöndunar. Magnús Stephensen háyfirdómari þekkti vel til hrossakynbóta í nágrannalöndum. Hann skrifaði grein í Klausturpóstinn árið 1825, þar segir hann að “heppilegast sé að framkvæma hrossakynbótina með vönduðu vali stóðhesta og stóðkapla til undaneldis, einkum af gæðingakyninu, en fengjum bægt bikkjukyninu frá, og við þvílíkt val haft fyrir augum bæði gang og hraustleik, gervi og þrótt, reist vel lagað vaxtarlag, lit, ógallaða, góða og svarta hófa, og annað sem reyndir menn og hyggnir þekkja prýða góða hest, en í uppeldinu veitt þeim góða forsogun og hirðingu, og varnað þeim samblandi við bikkjukynið, hvað er mun erfiðast. Þá mundum við, eftir fá ár, sjá nýtt og gjörfulegt gæðinga- og vinnuhestakyn upp spretta í voru landi, af eigin rammleik og stofni, oss hér hentugra og girnilegra í öllu, en stærra útlent”

Fyrstu lög um kynbætur hrossa voru sett á Alþingi 1891, en tóku síðar ýmsum breytingum, fyrstu heildarlög um búfjárrækt voru sett 1931 og tóku ýmsum breytingum í gegnum áratugina. Nú er starfað eftir heildarlögum.

Fyrsta hrossaræktarfélagið var stofnað árið 1904.

Markmið

Áhersla hefur að mest beinst að reiðhestaræktun. Þingið ályktar, að það þurfi að móta hrossaræktina með einstöku tilliti til ræktunar á aflamiklu, geðgóðu og viljugu hestakyni, og líka að hafa topp reiðhestakyn. Búnaðarþing væntir þess, að Landssamband hestamannafélaga hafi samráð við stjórn Búnaðarfélags Íslands og hrossaræktarráðunaut þess, um stefnu í hrossaræktinni, svo árangur beggja verði sem bestur.

Á tuttugustu öldinni rann upp tími vinnuhestsins. Mikilvægi hans jókst hratt en hvarf sem dögg fyrir sólu við tilkomu heimilisdráttarvélarinnar og landbúnaðarjeppans. Tími hestsins var liðinn um miðja 20.öld og fóru flestir að snúa sér frekar að hestamennsku sem áhugarmáli frekar en nauðsyn.

Í dag er hestamennska eitt helsta áhugamál landsmanna.