Ræktun íslenska hestsins

Ræktun íslenska hestins byrjaði áður en hrossin höfðu stigið hófum sínum hér niður fyrir um 1000 árum síðan. Erfitt er að vita nákvæmlega hvaða tegundir voru með í för en það eru margar ágiskanir, svo sem norski lynghesturinn og breski smáhesturinn Exmoor . Vandað val fór í skandinavísku gæðingana sem fengu að fylgja víkingunum í þennan leiðangur. Aðeins þeir bestu af þeim bestu fengu að fara með, allir sterklega byggðir, góðir reiðhestar og nauðsynleg burðardýr.

Ekki tók langan tíma fyrir íslenska hestinn að byrja taka á sig þá myndina sem við þekkjum best. Smávaxnir, eða ekki nema um 130m að herðum að meðaltali, sterkbyggður, fótviss, heilsuhraustur og þrautseigur er allt eitthvað sem maður þekkir enn þann daginn í dag þó svo að þeir hafi staðið kannski stráinu hærri síðustu tugi ára. Persónuleiki íslenska hestins er talinn einstakur og eru hrossin oft sögð vera þrjósk og erfið í tamingu. Það er ástæða fyrir að þetta sé gott að hafa því hestarnir voru og eru enn látnir fara yfir ár, vötn og í erfiðar göngur þar sem að knapi þarf að treysta á klárinn sinn til að vera öruggur um hvar skal stíga niður. Persónuleikinn, litirnir og gangtegundirnar gerir íslenska hestakynið sérstakt og hefur allt þetta fengið að blómstra vegna einangrunar stofnsins.

Innflutningur á öllum öðrum hestum, þar á meðal íslenskum hestum sem hafa verið fluttir erlendis, er með öllu óheimilt og er því íslenski hesturinn mjög hreinræktuð tegund. Fimm gangtegundir íslenska hestsins eru fet, brokk, tölt, stökk og skeið. Tölt og skeið finnst í öðrum hestakynum en það er aðeins sýnt og keppt í öllum fimm gangtegundunum á íslenska hestinum. Núna í dag er stefna ræktunar hér á landi aðalega beint að traustum fjölskylduhestum eða glæsilegum keppnishestum frekar en burðar og vinnugetu hrossana. Skemmtilegt getur verið að reyna ná fram fallegu litunum sem hann ber og þennan einstaklega skemmtilega persónuleika sem er öðruvísi hjá hverjum og einum hest.