Hestategundir fyrir kappreiðar

Nokkrar hestategundir eru notaðar meira en aðrar fyrir kappreiðar. Þar má helst nefna thoroughbred hesta, arabíska hesta, ameríska quarter hesta og standardbred hesta. Thoroughbred hestarnir eru frægastir og flestar keppnir einblína einungis á þá, en hinar eru með einstaka hæfileika sem hæfa ákveðnum tegundum kappreiða mjög vel.

Thoroughbred hestar

Thoroughbred hestategundin er sú tegund sem flestir hugsa til þegar kemur að keppnishestum. Þeir eru mest notaða tegundin fyrir kappreiðar og ná jafnan mestum hraða, hafa mesta þolið og geta haldið hraða lengst af öllum öðrum hestategundum. Stæstu kappreiðarnar eru einungis opnar fyrir thoroughbred hesta. Thoroughbred hestar hafa góða eiginleika sem blanda saman þoli og hraða, og þess vegna eru þeir taldir bestu hestarnir fyrir keppnir. Þeir njóta mikilla vinsælda fyrir hestaveðmál og þeir eru frægasta hestategundin.

Arabískir hestar

Arabíska hestategundin er elsta hestategund sem til er, það hafa fundist 4000 ára gömul merki um hann. Þessir hestar voru upprunalega notaðir sem stríðshestar og þurftu oft að ferðast langar vegalengdir yfir eyðimerkur en einnig þurftu þeir að geta tekið hraða spretti til að ráðast á óvininn. Talið er að það sé vegna þess sem hesturinn hefur þróað með sér ótrúlegt þol og hraða. Þeir eru mikið notaðir í langhlaupum en einnig í sýningarstökk og fleira.

Quarter hestar

Amerísku Quarter hestarnir voru mest notaður í Ameríku á 17. öld. Þeir voru blanda af spánskum og enskum nýlenduhestum og úr varð þessi sterki og vöðvamikli hestur. Þeir voru ekki vel þekktir sem hestategund þar til um 1940. Þeir eru ekki jafn góðir í langhlaupi eins og arabíski hesturinn, en þeir hafa þó frábæra getu í hraða og ná miklum hraða mjög hratt.

Standardbred hestar

Standardbred hesturinn var þróaður á 17. öld í Ameríku þegar kappreiðar hófust og urðu vinsælir. Þeir eru enn þann dag í dag vinsælasta tegundin fyrir vagnakappreiðar. Þeir eru sagðir auðveldir í þjálfun og að þeir eru mjög góðir í kringum fólk.