Hestakyn fyrir kapphlaup

Talið er að það séu um það bil 250 hrossakyn í heiminum í dag. Fjöldinn allur af ræktunarafbrigðum hafa komið fram í gegnum tíðina. Í flestum tilfellum er það útaf landfræðilegri einangrun eða valbundinni ræktun manna.

Þegar kemur að kapphlaupi eru ,,Thouroughbreed” hestar oft vinsælastir, þá sérstaklega þegar um er að ræða veðhesta. Það er ekki að segja að það sé eina hestakynið sem er notað þegar kemur að hestaíþróttum. Til dæmis er keppt í þolkapphlaupi, hraðakapphlaupi og fjórðungskappi. Þá eru oft notaðir arabískir hestar, Staðalhestar og amerískir fjórðungshestar.

Sérstakar keppnir eru til fyrir bandaríska veðhesta. En þeir eru alltaf hreinræktaðir hestar, en ekki allir hreinræktaðir hestar eru bandarískir veðhestar. Einkenni ,,Thoroughbreed” hesta eru fullkomin fyrir keppnir. Hin venjulegi bandaríski veðhestur er frá 150 til 170 cm hár. Þeir eru með langan háls, langa fætur og grannan líkama. Þeir eru oft mjög uppstökkir sem er gott fyrir kapphlaup.

Arabískir hestar eru þeir elstu sem til eru en þeir komu fyrst fram fyrir um 4000 árum. Til að byrja með voru þeir aðallega notaðir sem stríðshestar. Þar sem þeir koma frá Mið-austurlöndum þá eru þeir vanir erfiðum aðstæðum, þá sérstaklega að ganga langar vegalengdir í miklum hita. Arabísku hestarnir byrjuðu að breiðast út um heim allan með auknum viðskiptum en þeir voru oft notaðir til þess að blandast öðrum kynum til þess að gera þau betri.

Standardbreedhestur var fyrst ræktaður í Norður Ameríku á 19.öld. Þegar dráttarhlaup voru fyrst byrjuð. Margar tegundir voru blandaðar saman fyrir standardbreed, meðal annars Hackney, Morgan, bandarískur veðhestur, kanadískur foli og Norfolk trotters. Nútíma Standardhestar eru massífari en hin venjulegi bandaríski veðhestur, og eru einnig með lengri líkama. Talið er að auðveldara sé að temja þá en aðra hesta og eru ekki mannhræddir.

Amerískur fjórðungshestur er notaður í fjöldan allan af verkefnum, oft sem sýnishestur, kapphlaupshestur, sveitahestur, og ródeó hestur. Hann er þekktur fyrir að geta stokkið langar veglengdir. Hann er með stuttan haus og er oft mjög massaður og þolmikill.