Category Archives: col2

Lausaganga, útigangur og rekstur hrossa

Íslenski hesturinn er mjög félagslyndur. Þá hafa aðstæður hans til að njóta frelsis og félagsskapar almennt verið taldar góðar þar sem stór hluti stofnsins hefur allt frá landnámi getað verið útivið víða á landinu. Nú á dögum eru flestir hestar hafðir á húsum um vetrartímann en þó er enn nokkuð um að hestar séu hafði á útigangi. Lög um búfjárhald, reglugerðir og samþykktir ýmis konar taka á þessu efni.

Reglugerð um velferð hrossa nr. 910/2014 er gefin út af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en tilgangur hennar er að tryggja heilbrigði og velferð hrossa með góðum aðbúnaði, meðferð og umsjá. Oft gefur Umhverfisráðuneytið út samþykktir fyrir heilbrigðisnefndir sveitarfélaga varðandi þetta efni. Í lögum um búfjárhald nr. 38/2013 er kveðið á um í 6. grein að graðhestar eða laungraðir hestar, 10 mánaða og eldri skuli haldið í vörslu allt árið.

Nokkuð oft kemur fyrir að hross sleppa úr gerði eða fælast úr rekstri og leita í byggð. Ef einhver verður var við laus hross í byggð eða þéttbýli er haft samband við dýraeftirlitsmann viðkomandi svæðis sem þá gerir ráðstafanir til að koma hrossunum til síns heima.

Vert er að hafa í huga að eigandi hests eða hesta getur orðið ábyrgur fyrir slysum eða skemmdum sem hestur í lausagöngu verður valdur að. Oft getur þar verið um verulegar fjárhæðir að tefla. Gengið hafa dómar þar sem eigandi hefur verið dæmdur bótaskyldur vegna gáleysis við gæslu hrossa sinna. Þannig var eigandi hests dæmdur í héraði til að greiða ökumanni bifreiðar, sem ók á hross hans, skaðabætur fyrir tjónið sem ákeyrslan olli á bifreið ökumannsins. Var horft til þess að girðing í landi eiganda hrossins væri léleg og lægi víða niðri, auk þess sem hlið höfðu oft verið skilin eftir opin. Flest tryggingafélög bjóða upp á hestatryggingar og oft er hægt að hafa ábyrgðatryggingu innifalda í hestatryggingunni.

Laufskálarétt í Skagafirði 2018

Í austanverðum Skagafirði er Hjaltadalur, umgirtur háum fjöllum, og gengur hann til suðausturs inn í hálendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Dalurinn er nefndur eftir Hjalta Þórðarsyni landnámsmanni á Hofi. Þar í dalnum, skammt norðvestur af Hólum, er jörðin Laufskálar og í landi hennar samnefnd stóðrétt. Laufskálar nefndust fyrr Bakkakot og stóð bærinn ofar í brattlendinu. Norðan Ássins sem bærin stendur undir er Kolbeinsdalur og hefur þar um aldir, í Kolbeinsdalsafrétt, verið afréttarland fyrir hross Skagfirðinga.

Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði nýtur ávallt geysilegra vinsælda og má með sanni segja að hún sé vinsælasta stóðrétt landsins enda oft nefnd drottning stóðréttanna. Á hverju ári leiða saman hesta sína Laufskálarétt, í bókstaflegri merkingu, gestir og heimamenn og skemmta sér saman yfir eina helgi. Laufskálarétt er haldin síðustu helgina í september. Í ár bar Laufskálarétt upp á föstudaginn 28. september. Byrjaði fjörið með stórsýningu og ekta skafirskri sveiflu og gleði í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki sem hófst klukkan 20:30. Á laugardeginum hófust menn svo handa rétt fyrir hádegisbil með því að stóðið var rekið úr Kolbeinsdal til Laufskálaréttar en réttarstörf hófumst um klukkan 13:00. Um kvöldið var svo haldið hið víðfræga Laufskálaréttarball í reiðhöllinni þar sem hljómsveitin Stuðlabandið ásamt Jónsa í Svörtum fötum hélt uppi fjörinu og skemmtu réttargestir sér þar fram á nótt.

Laufskálarétt er seinni árin orðin að meiriháttar viðburði og er talið að þeir sem hana sóttu þetta árið hafi verið um þrjú þúsund. Hróður hennar hefur einnig borist víða um heim og má sjá að víða erlendis er fjallað um hana á ýmsum samfélagsmiðlum. Þannig hafa erlendir ferðamenn orðið æ meira áberandi ár hvert, ýmist til að upplifa stemninguna eða til að taka þátt í smölun. Nokkuð er um skipulagðar ferðir í Laufskálarétt bæði af ferðafyrirtækjum utan héraðs en ekki síður af fyrirtækjum í eigu heimamanna.

Laufskálarétt að ári ber upp á föstudaginn 29. september og geta allir strax farið að hlakka til.

Veðmál á hestahlaupi

Ekki er löng saga hér á landi um veðmál á hestahlaupi. En samkvæmt lögum um Veðmál á Íslandi er það aðeins leyfilegt óbeint að veðja á hestahlaup. Hestahlaupsveðmál fara alfarið framm á netinu en þekkst hefur verið til ýmsa “neðanjarðaklúbba” á landinu sem hafa gert sér það að geði að veðja á hestahlaup. Samkvæmt Íslenskum lögum er óheimilt að gera sér það að atvinnu að veðja á hesta en það er þó leyfilegt í frítíma eða sem áhugarmál að veðja á svoleiðis hlaup ef það er gert á internetinu. Íslenskt hestahlaup er sérstakur að því leiti að hann hefur sína eigin gangtegundir sem enginn annar hestur hefur í heimi. Íslenski stoðhesturinn er einkennilegur fyrir sínar ólíku gangtegundir þau eru fet, brokk, stökk, tölt og skeið. Töltið hefur fundist í hestakynjum í vestan hafs. Það sem hefur gefið íslenska hestinum sérstakleika, er að hann er sá eini er sýndur á öllum þessum gangtegundum í keppni og sýningum. Þetta hefur vakið mikinn áhuga útlendinga á íslenska hestinum þegar kemur að hesta “hlaupi”.

Hægt er að fara á síðuna online-casinos.is er raunverulegt spilavíti sem er besti staðurinn til þess að veðja á hestahlaup.

Íslenski hesturinn er sérstaklega góður hlaupari og hefur hann unnið fjöldan allan af verðlaunum út um allan heim seinnustu áratugi. Hanner talinn vera öruggasti hlauparinn, meðal annars útaf því að hann hefur verið svo stabíll þegar kemur að hraðhlaupi. Hann er einnig töluvert minni en aðrir hestar og er því talinn vera örugarri en aðrir stórir hestar sem geta verið hættulegri ef reiðmaðurinn dettur af. Íslenski hesturinn hefur verið seldur frá landinnu til staða út um allan heim í hestahlaup en hann keppir oft við hesta sem eru mun stærri en hann. Hann hefur verið mjög sigurstranglegur í hlaupum. Talið er að einn af hans hellstu kostum sé hversu óblandaður hannn er.

Uppruni íslenska hestsins

Íslenski hesturinn er skyldur norska lynghestinum sem er af mongólskum uppruna, en hann kom til landsins og þróaðist hér með víkingum sem fluttu þá með sér hingað fyrir meira en 1000 árum. Íslenski hesturinn ber einstaka eiginleika og er með eftirsóttari hestakynum í heiminum.

Víkingar fluttu með sér hesta frá nágrannalöndum í kringum aldamótin 1000. Þeir hafa líklegast einungis tekið með sér hið besta úrval gæðinga til landsins. Síðan þá hefur engin blöndun eða innflutningur verið við aðra hesta. Íslenski hesturinn hefur verið hreinræktaður hér á landi síðan á landnámsöld. Hesturinn er skyldastur norskum hestategundum sem eiga uppruna sinn frá Mongólíu. Það er þá helst Lynghesturinn og svo einnig Fjarðahesturinn og Hjaltlandseyjahesturinn. Íslenski hesturinn hefur svo smám saman aðlagað sig að íslensku náttúrunni, og þannig hefur skapast þetta fallega og sterkbyggða hestakyn. Í gegnum náttúruval og góða umhirðu í yfir þúsund ár hefur íslenski hesturinn þróast í eitt eftirlætis hestakyn heimsins.

Það sem einkennir íslenska hestinn helst er hversu lágur hann er en að sama skapi er hann mjög sterkbyggður og heilsuhraustur. Þeir geta orðið upp til 30 vetra gamlir. Íslenski hesturinn hefur yfirleitt gott geð, hann er mjög félagslyndur og vill vera í kringum fólk. Hann er sterkur á taugum en getur verið mjög þrjóskur á stundum, sem getur verið gott fyrir óvana hestamenn. Þá getur hesturinn tekið ákvarðanir sem oft skipta sköpum fyrir líf beggja. Allir þessir eiginleikar hestsins gerir hann einstaklega góðan fyrir íslenskt umhverfi, veðurfar og náttúru.

Einangrun íslenska hestsins hefur orðið til þess að hann hefur viðhaldið ýmsum eiginleikum sem evrópskir hestar hafa tapað í gegnum árin. Þar má helst nefna gangtegundirnar fimm sem eru sérstaklega einkennandi fyrir íslenska hestinn. Þar að auki hefur hann ótrúlegt úrval í litum sem ekki finnst í neinum öðrum hestategundum, en hann hefur yfir 40 grunnliti og 100 litaafbrigði.