Category Archives: col1

Saga veðhlaupa

Kappreiðar er ein elsta íþrótt sem fyrirfinnst og ein sú útbreiddasta. Hægt er að finna kappreiðar í öllum heimsálfum og eru þær allar líkar, þó með litlum breytingum eftir hestakyni og undirlagi. Keppnin er haldin með því markmiði að vera með hraðskreðasta hestinn og koma fyrstur í mark. Vinsælustu hestakynin fyrir þessa íþrótt er Thoroughbred, Arabískur hestur og Quarter hestur og í mörgum keppnum eru strangar reglur um hvaða kyn fær að keppa.

Algengustu keppnisvellirnir eru sléttir og hringlaga með mismunandi vegalengdum, frá 400m til 4.8km og undirlag getur verið mold, gervigras eða gras. Þó eru til aðrir vellir ætlaðir fyrir hindrunarhlaup, þolhlaup eða hestakerrur. Veðhlaup er þegar fólk veðjar á hvaða hestur kemur fyrstur í mark. Veðhlaup á sér sess langt aftur og hafa fundist fornleyfar af veðhlaupavöllum í Grikklandi hið forna og í Egyptalandi. Bæði hestvagnar og kappreiðar voru orðnir fastir liðir í Ólympíuleikunum um 648 árum fyrir krist. Meira að segja Óðinn sjálfur er sagður hafa notað hestana sína í veðhlaup, þar á meðal Sleipni.

Á miðöldum í Englandi varð það vinsælt að láta hestana hlaupa til að sýna getu og hraða hestsins áður en hrossin voru seld. Á tímum Ríkharðs Ljónshjarta (1157-1159) voru gefin fyrstu verðlaunin fyrir hraðskreiðasta hestinn, en hann var látinn hlaupa 4.8km með riddara á baki. Verðlaunin voru heil 40 pund. Seinna fóru kóngar og aðrir háttsettir menn Englands að flytja inn hesta frá Spáni og ítalíu fyrir hraðari hesta og betri vinningslíkur. Í dag er mun auðveldara að nálgast veðhlaupin, þú getur jafnvel gert það beint í gegnum símann á sófanum heima með öppum eins og JackpotCity Premium Casino app en þau gefa einnig hærri vinninga frá sér. Til að mynda vann amerísk kona 1.2 milljón dollara eða um 131milljónir íslenskar eftir að hafa veðjað aðeins 18 dollurum á hestinn Big Red. í dag er líka hægt að velja hvort þú veðjar á staði, knapa og frá einum upp í alla hestana sem taka þátt.

Hestar í umferðinni

Hestamennska er víðtækt áhugamál, jafnt á Íslandi sem og erlendis. Þó ber alltaf að hafa í huga að hestar geta fælst auðveldlega og því er mikilvægt að sýna aðgát þegar hestar eru annars vegar.

Snemma í október fældist stóð af hestum við Grímsnes og þurfti að aflífa eina meri þar sem hún festist í girðingu og slasaðist alvarlega, en stóðið fældist og braut niður girðingar eftir að flugvél flaug yfir svæðið sem þeir voru á. Talið var að um rússneska flutningavél hafi verið að ræða en hávaðinn var slíkur að hestastóðið dreifðist út um víðan völl.

Hestar geta þó fælst við minna áreiti en hávaða í flugvél. Á Íslandi er ekki óalgengt að sjá flokk hesta á vegum landsins eða við hlið vega, og bílstjórum ber skylda að taka tillit til hestanna og knapanna þar sem hestar eru álitnir farartæki á vegum landsins. Að sama skapi þurfa knapar að fylgja lögum og umferðarreglum rétt eins og bílstjórar og sýna tillit í umferðinni. Hestar mega ekki fara um göngustíga eða hjólreiðastíga, en víða eru sérstakir reiðstígar sem er að sjálfsögðu best að nýta sér. Sértu að keyra framhjá hestastóði sem er á veginum skaltu keyra mjög hægt og varlega til að fæla ekki hrossin, og fyrir alla muni: ekki flauta á dýrin! Það gæti valdið stórslysi. Fylgstu vel með knapanum sem er með hestastóðinu, oft mun hann gefa þér merki um hvort óhætt sé að fara framhjá, hvort þörf sé að hægja á bifreiðinni o.s.frv.

Séu knapar á ferð í ljósaskiptum eða þegar að dimmt er orðið, er mikilvægt að vera sýnilegur í námunda við umferðargötu. Best er að knapinn sé í vesti sem er í skærum lit og með endurskini. Einnig er hægt að fá endurskinsmerki fyrir hestinn sem er hægt að setja á tagl hestsins, hófana, reiðtygin og um háls hestsins. Með þessum einföldu lausnum er hægt að koma í veg fyrir óhöpp.

Farið varlega um vegi landsins og sýnið aðgát og tillitsemi.

Heimsmeistarakeppni íslenska hestsins

Annað hvert ár er haldin Heimsmeistarakeppni íslenska hestsins. Síðast var keppnin haldin í ágúst árið 2017 í Hollandi. Mótið er haldið í einhverju evrópulandanna en þó er það aldrei haldið á Íslandi. Líklega vegna þess að innflutningur á hestum til Íslands er bannaður vegna sóttvarna. Á næsta ári verður keppnin haldin í Berlín, Þýskalandi. Mótið er ansi vinsælt, en það sækja það um 10-15 þúsund manns í hvert sinn. Keppendur og áhorfendur koma svo frá um það bil 20 löndum og í fyrra voru um það bil 300 hestar í keppninni. Keppnin er haldin af FEIF (Alþjóðasamband Félaga Íslandshestaeiganda). Félagið var stofnað árið 1969 og voru þá aðildaríkin 6 en nú starfar félagið í 19 löndum. Árið 2000 var útbúinn gagnagrunnur fyrir íslenska hestinn og hefur félagið á skrá hjá sér um 300.000 íslenska hesta víðsvegar í heiminum.

Íslenski hesturinn er sérstakur að því leyti að bæði er hann lægri en aðrar hestategundir og svo er hann þekktur fyrir gangtegundir sínar fimm; fet, brokk, stökk, tölt og skeið. Enginn annar hestur sem sýndur er á sýningum er með allar gangtegundirnar.

Íslenska landsliðið sem keppir í heimsmeistarkeppninni samanstendur vanalega af um 20 manna hóp og eru knaparnir allt frá ungmennum upp í fullorðna. Liðið er mjög sigurstranglegt enda hefur það unnið keppnina oftar en önnur lönd. Í keppninni árið 2017 vann Ísland fern gullverðlaun. En það voru ekki einu verðlaunin sem liðið hlaut, en Ísland fékk líka bikar sem veittur er því liði sem fengið hefur flest stig. Auk þess var það Íslendingur sem fékk verðlaun fyrir lýtalausa reiðmennsku, hann Máni Hilmarsson.

Keppnin er ansi vinsæl á meðal Íslendinga. Ferðaskrifstofan Vita hefur til að mynda þegar hafið sölu á pakkaferðum til að fara til Berlínar að fylgjast með keppninni á næsta ári en mörg hundruð Íslendingar fóru til Hollands í fyrra til að horfa á keppnina.

Ræktun íslenska hestsins

Ræktun íslenska hestins byrjaði áður en hrossin höfðu stigið hófum sínum hér niður fyrir um 1000 árum síðan. Erfitt er að vita nákvæmlega hvaða tegundir voru með í för en það eru margar ágiskanir, svo sem norski lynghesturinn og breski smáhesturinn Exmoor . Vandað val fór í skandinavísku gæðingana sem fengu að fylgja víkingunum í þennan leiðangur. Aðeins þeir bestu af þeim bestu fengu að fara með, allir sterklega byggðir, góðir reiðhestar og nauðsynleg burðardýr.

Ekki tók langan tíma fyrir íslenska hestinn að byrja taka á sig þá myndina sem við þekkjum best. Smávaxnir, eða ekki nema um 130m að herðum að meðaltali, sterkbyggður, fótviss, heilsuhraustur og þrautseigur er allt eitthvað sem maður þekkir enn þann daginn í dag þó svo að þeir hafi staðið kannski stráinu hærri síðustu tugi ára. Persónuleiki íslenska hestins er talinn einstakur og eru hrossin oft sögð vera þrjósk og erfið í tamingu. Það er ástæða fyrir að þetta sé gott að hafa því hestarnir voru og eru enn látnir fara yfir ár, vötn og í erfiðar göngur þar sem að knapi þarf að treysta á klárinn sinn til að vera öruggur um hvar skal stíga niður. Persónuleikinn, litirnir og gangtegundirnar gerir íslenska hestakynið sérstakt og hefur allt þetta fengið að blómstra vegna einangrunar stofnsins.

Innflutningur á öllum öðrum hestum, þar á meðal íslenskum hestum sem hafa verið fluttir erlendis, er með öllu óheimilt og er því íslenski hesturinn mjög hreinræktuð tegund. Fimm gangtegundir íslenska hestsins eru fet, brokk, tölt, stökk og skeið. Tölt og skeið finnst í öðrum hestakynum en það er aðeins sýnt og keppt í öllum fimm gangtegundunum á íslenska hestinum. Núna í dag er stefna ræktunar hér á landi aðalega beint að traustum fjölskylduhestum eða glæsilegum keppnishestum frekar en burðar og vinnugetu hrossana. Skemmtilegt getur verið að reyna ná fram fallegu litunum sem hann ber og þennan einstaklega skemmtilega persónuleika sem er öðruvísi hjá hverjum og einum hest.

Hestar og umferð

Mikilvægt er að huga að öryggi í umferð þegar kemur að hestamennsku. Útreiðartúrar fela í sér marga möguleika á umferðarhættu og ætti allt hestaáhugafólk og allir ökumenn vélknúinna ökutækja að kynna sér almennar reglur varðandi umferð í kringum hesta. Hestar geta orðið órólegir í umferð og það getur skapað mikla hættu. Allir sem huga að hestamennsku skulu kynna sér almennar umferðarreglur auk þess að gera sérstakar varúðarráðstafanir svo hestarnir, knapar og bílstjórar ökutækja verði allir eins öryggir og hægt er í umferðinni.

Í mörgum tilfellum eru viðbrögð hesta fremur fyrirsjáanleg, en það getur oftar en ekki komið fyrir að þeim bregði við þegar eitthvað kemur fyrir, eins og til dæmis hávær hljóð, ljós, eða ógnvekjandi hraði stórra tækja. Það er mikilvægt að allir sem keyra vélknúin ökutæki séu meðvitaðir um þetta. Hestar og reiðmenn eru þakklátir ökumönnum sem sýna tillitssemi í umferð, þeyta ekki flautuna af ástæðulausu, lækka hraða ökutækisins og hafa ekki óþarfa ljós kveikt. Það getur verið hættulegt fyrir alla aðila ef hesturinn fælist og því er mikilvægt að allir sýni tillitssemi í umferð.

Þegar veturinn nálgast og sólin lætur sjá sig minna þá er mikilvægt að hestamenn geri öryggisráðstafanir. Endurskinsmerki geta gert gæfumuninn þegar kemur að umferðaröryggi, þar sem dökklitir hestar og dökkur útbúnaður knapans getur verið erfitt að sjá í myrkrinu, sérstaklega í minna lýstum svæðum sem eru langt frá byggð. Hægt er að fá endurskinsmerki fyrir bæði knapa og hest, með því er hugað best að öryggi beggja aðila.

Mikilvægt er að knapar fari eftir umferðarreglum eins og bílstjórar ökutækja. Öruggast er að ríða á merktum reiðvegum þegar þeir eru fyrir hendi og vera langt frá umferð. Forðast skal að vera á ökuvegum, sérstaklega á háannatímum. Þá er alltaf mikilvægt að fara eftir settum reglum, muna eftir hægrireglunni og vera var um sig alla tíð.