3 vel valdar erlendar bækur um hrossarækt

Hestarækt getur verið flókið fyrirbæri og ágætt er að vita hvað maður er að demba sér í. Þá er gott að geta lesið sér til í bókum reyndra manna. Til að ná hinu fullkomna folaldi þarf að hafa margt í huga. Í þessum bókum er farið vel yfir hvað þarf til þess og hverju má búast við ásamt hvernig hægt sé að ná fram eiginleikum í folaldi með réttri pörun.

The Complete Book of Foaling: An Illustrated Guide for the Foaling Attendant (1993)

Þessi ætti að vera í bókahillum allra hestamanna sem ætla sér að rækta hesta. Í þessari frábæru bók er vel farið yfir allt það helsta í bæði máli og myndum. Dr. Karen Hayes, dýralæknir sem hefur sérhæft sig í hestarækt fer yfir meðhöndlun á fylfullri meri og köstun folalds og allt þar á milli, undan og á eftir. Tilvalin bók fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Breeding by design (2013)

Hér er farið ítarlega yfir hvernig hægt er að nýta og para saman eiginleika til að ná því besta fram í ræktunar merum. Það er farið yfir hvernig hægt sé að skoða fjölskyldutré hesta og hvaða hesta ber að para saman. Merarnar eiga sviðsljósið í skrifum hans Floyd Olivers höfundar bókarinnar enda gríðarlega mikilvægur þáttur þegar kemur að hrossarækt.

Modern Horse Breeding: A Guide for Owners (2001)

Tveir sérfræðingar á sínum sviðum koma hér saman og fara yfir allt sem gæti mögulega tengst ræktun. Dýraskurðlæknirinn Janet Eley og hestaræktandinn Susan McBane hafa tekið saman sína reynslu og sett það í eina af betri ræktunar bókum sem fyrirfinnst. Hér er rætt af hverju þú þarft dýralækni, heilsu og öryggi mera og stóðhesta, rétta fóðrun og umönnun merar á meðgöngu og svo að sjálfsögðu rétt handtök við köstun. Einnig er farið yfir umönnun folalds og meris eftir köstun og rétta meðhöndlun folalds fyrstu dagana.